Skólinn lokar kl. 12:00 31. janúar

Kæru foreldrar og forráðamenn. Vegna slæmrar veðurskilyrða hefur verið tekin sú ákvörðun aðLOKA BLÁSKÓGASKÓLA í dag, miðvikudaginn 31.janúar,KLUKKAN 12:00.Vinsamlegast komið og sækið börnin ykkar í hádeginu.Þau sem fara með skólabíl, verða keyrð heim. Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að allir sýni þessu skilning. Kær vetrarkveðja

Verkefni hjá frístundaskólanum Frístundó

Nemendur í Frístundó (1. – 4. bekk) í Bláskógaskóla fengu það fallega verkefni að útbúa armbönd fyrir munaðarlaus börn í Viyajawada í Indlandi. Hún Laura Kutka sem var starfsmaður hjá okkur hér í Bláskógaskóla er á leið þangað í heimsókn og spurði hvort nemendur hefðu áhuga á að aðstoða hana með þetta verkefni, þau tóku […]

Starfsdagur 17. janúar

Við minnum á starfsdag grunnskóladeildar í Bláskógaskóla þann 17. janúar og því verður engin kennsla þann dag.

Skjálfti

Hæfileikakeppni ungmenna á Suðurlandi Sunnlensk ungmenni sýndu hæfileika sína í Skjálftanum sem fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn laugardagskvöldið 11. nóvember. Skjálftinn fór fram í þriðja sinn, en síðustu tvö ár fór viðburðurinn fram án áhorfenda vegna heimsfaraldurs. Tveir skólar úr Bláskógabyggð tóku þátt, grunnskólinn í Reykholti og grunnskólinn á Laugavatni og stóðu þau sig […]

Haustþing 2023

Haustþing FG/FL/FÍ verður 28. september og 29. september. Öll kennsla og frístund á grunnskólastigi fellur því niður eftir hádegi 28. september og allan daginn föstudaginn 29. september. Leikskólinn er lokaður föstudaginn 29. september vegna haustþings.

Fimmtudaginn 7. september hljóp Bláskógaskóli Ólympíuhlaup ÍSÍ. 

Þetta hlaup sem áður var kallað skólahlaupið er þreytt á hverju ári að hausti og hefur Bláskógaskóli jafnan tekið þátt og hlaupið orðið að hefð í skólanum. Að þessu sinni fóru allir nemendur skólans að lágmarki 2.5 kílómetra og auk þess fór leikskólinn af stað til þess að hvetja hlauparana. Leiðin var frá skólanum út […]

Skólasetning 2023

Skólasetning Bláskógaskóla Laugarvatni 2023 verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í sal skólans. Nemendur og foreldrar munu í framhaldi hitta á umsjónarkennara stigsins og fara yfir áherslur vetrarins að lokinni skólasetningu. Skólastarfs hefst sk. stundatölfu miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:15.