Lestrastefna leikskólastig

Lestrarstefna leikskólastigs

Tákn með tali

Þessi aðferð hefur verið ætluð fyrir börn með frávik í málþroska eða þau sem hafa ekki náð að tileinka sér talað mál. Þá hefur það einnig verið nýtt fyrir tvítyngd börn þegar þau eru að koma ný inn í leik- eða grunnskóla og kunna ekki íslensku.

Lubbi finnur málbein

Í málbeinum Lubba eru fyrir hvert
málhljóð litir hljóðaregnbogans sem vekja áhuga barnanna og gera hljóðanámið að skemmtilegum leik, með sérstakri áherslu á hljóðavitund sem liggur til grundvallar umskráningu og er forsenda lestrarfærni. Efnið um Lubba verður notað frá eins árs, eða við upphaf leikskólagöngu.

Orðagull

Markmiðið með Orðagulli er að efla hlustun og yfirfærslu á lesnum og sögðum fyrirmælum. Nemendur þurfa að muna það sem sagt er, geta kallað það fram og farið eftir því. Efnið hentar vel fyrir elstu börnin á leikskólanum en má nota einnig fyrir næstelsta hóp. Notkun á Orðagulli eykur orðaforða og skilning á því hvernig tungumál er notað. 

Spil og leikir

Ein kennsluaðferðanna sem notuð er í leikog grunnskólum eru spil og leikir. Með spilum og leikjum er hægt að þjálfa bókstafi, hljóð þeirra og tákn, auk þess orð og orðmyndir. 

Kennsluforrit

Ýmis kennsluforrit eru góð til lestrarkennslu
og lestrarþjálfunar. Fjölbreytt úrval forrita er til sem efla á fjölbreytta vegu næmi barna fyrir máli og læsi.

Hljóðaaðferðin

Í leikskólunum er unnið markvisst með hljóð og tákn orðanna í gegnum leik. Í grunnskólunum er áfram unnið með þá vinnu og byggt ofan á hana. Þegar nemendur hafa ná færni í vinnu með nokkur hljóð fara þeir að tengja þau saman og mynda orð. 

Snemmtæk íhlutun í málþroska leikskólabarna

Ýmislegt er hægt að gera í skólanum og heima til að hjálpa börnum í málþroskaferlinu. Hér til hiðar má finna PDF skjal sem að tekur saman fjölmörg atriði og gott er fyrir foreldra að kynna sér. 

Lestrastefna leikskólastigs í heild

Lestrarstefna hefur miklilvægu hlutverki að gegna í skólasamfélaginu. Með henni er mótuð heildarsýn í lestrarkennslu sem á að tryggja eðlilega þróun lestrarnáms og samfellu hjá nemanda.