Öskudagsgleðin fór vel fram í Bláskógaskóla og stóðu nemendur sig virkilega vel í að halda utan um skemmtunina.

Nemendur í 5. – 7. bekk sáu um diskótek fyrir alla í leikskólanum, þau dönsuðu, fóru í stoppdans og slóu að lokum köttinn úr tunnunni.

Nemendur í 8. – 10. bekk sáu um diskótekið fyrir alla í 1. – 4. bekk og skelltu þau sér í Ásadans, dönsuðu mikið og slóu einnig köttinn úr tunnunni.

Allt fór þetta vel fram í skemmtilega skreyttum sal eftir nemendur og allir sáttir með popp og safa 🙂