Skólareglur

Skólareglur Bláskógabyggðar Laugarvatni

Hérna má sækja þær á PDF formi:

Samkvæmt reglugerð nr.1040/2011 skal hver grunnskóli setja sér skólareglur þar sem fram koma skýr viðbrögð við brotum á reglunum. Stuðlað sé að jákvæðri hegðun og miðað sé að því að rækta persónulegan þroska og hæfni nemenda. Skólareglur varða allt skólasamfélagið, þ.e. starfsfólk skólans og stjórn hans, nemendur og foreldra. Skólareglur eru settar í samráði við skólaráð og er leitast við að ná sem víðtækastri sátt um þær. Á hverju ári eru skólareglur kynntar nemendum og foreldrum þeirra og þær eru birtar á vef skólans. Umsjónarkennarar fjalla um reglurnar með nemendum, þýðingu þeirra og hlutverk eins oft og þurfa þykir. Í skólareglum er kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð og skyldur.

Gildi skólans og einkunnarorð eru leiðarljós hans í öllu starfi, þau eru:

Virðing, vinátta og gleði.

Skólareglur Bláskógaskóla Laugarvatni má sjá hér fyrir neðan.

Almenn umgengni

Í Bláskógaskóla Laugarvatni kappkostum við að:

 • Bera virðingu fyrir öllum þeim sem skólasamfélagið mynda, skólastofnuninni og fyrir umhverfi skólans.
 • Virða umferðarreglur á leiðum okkar í kringum skólann og nota þann öryggisbúnað sem við á hverju sinni.
 • Klæða okkur eftir veðri. Allir nemendur fara í frímínútur en nemendur í 8-10. bekk hafa frjálst val í seinni frímínútum.
 • Gæsla sé sýnileg í frímínútum og nemendur eigi góð samskipti sín á milli í frímínútum og leiti leiða til að leysa þau ágreiningsmál sem upp koma fljótt og örugglega í góðri samvinnu við þá sem eru í gæslu.
 • Stunda heilbrigða hreyfingu. Hjól eru leyfð í skólanum til að nýta í frímínútum og til að hjóla á milli staða þar sem kennsla fer fram. Hjól eru þó í eigu nemenda og á ábyrgð foreldra. Á þeim tíma sem hjól geta skapað aukna slysahættu til dæmis vegna hálku mun skólinn taka ákvörðun um notkun þeirra og láta nemendur og foreldra vita. Mikilvægt er að nemendur virði eigur hvers annars.
 • Eiga í góðum og jákvæðum samskiptum. Símar og önnur tæki sem eru í eigu nemenda eru alfarið á ábyrgð foreldra. Ekki er ætlast til að nemendur komi með slík tæki í skólann. Ef nota þarf slík tæki er mjög mikilvægt að það sé með fengnu leyfi kennara. Tjón vegna þjófnaðar eða skemmda verður ekki bætt af hálfu skólans.
 • Fá leyfi kennara eða skólayfirvalda ef þarf að taka myndir, hljóð eða myndskeið. Gildir það í öllu skólastarfi á vegum skólans.

Samskipti/Háttsemi

Í Bláskógaskóla Laugarvatni kappkostum við að:

 • Sýna virðingu, vináttu og gleði í samskiptum okkar innan skólasamfélagsins.
 • Nemendur, kennarar og foreldrar leggi áherslu á jákvæð samskipti og sýni hlutverki hvers annars skilning.
 • Foreldrar eru hvattir til að koma á viðburði á vegum skólans. Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg.
 • Koma fram af prúðmennsku í skólanum og annars staðar á hans vegum.
 • Kynna starf skólans reglulega á heimsíðu skólans og bjóða nærsamfélaginu þannig að fylgjast með starfi skólans.
 • Beita jákvæðum leiðum í samskiptum. Ofbeldi er ekki samþykkt, hvorki í orðum né gjörðum.
 • Ef upp koma áresktrar í samskiptum á milli aðila innan skólasamfélagsins er lögð mikil áhersla á það finna lausn sem fyrst til stuðla að góðu náms og vinnuumhverfi. Við getum gert mistök en leitumst við að læra af þeim og sýna auðmýkt gagnvart hvort öðru.

Hollusta og heilbrigðar lífsvenjur

Í Bláskógaskóla Laugarvatni kappkostum við að:

 • Stuðla að mikilvægri hvíld og hvetja nemendur og foreldra til að tileinka sér jákvæðar svefnvenjur. Góð hvíld stuðlar að betri heilsu og er undirstaða árangurs í námi.
 • Efla þekkingu á mikilvægi næringar og neyslu á fjölbreyttum mat. Horft er til Markmiða lýðheilsustöðvar og landlæknis í því skyni.
 • Horfa jákvætt á hreyfingu og efla hana á skólatíma. Það eru stundir í boði þar sem sérstaklega er horft til þess að efla hreyfingu svo hún verði eðlilegur hluti af daglegu lífi nemenda og starfsfólks skólans.
 • Skólalóð sé vel útbúin leiktækjum til að efla þætti hreyfingar og vekja áhuga nemenda á fjölbreyttri hreyfingu.
 • Horfa saman til hreinlætis og snyrtimennsku í skólanum og leitum leiða til að bæta það sem þarf að bæta hratt og örugglega.
 • Stuðla að heilbrigðu líferni.

Öll neysla orkudrykkja, áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólahúsæði og á viðburðum er viðkoma starfi skóla.

Horft sé til markmiða lýðheilsustöðvar er viðkemur svefni, næringu, hreyfingu og almennu heilbrigði. https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/naering/

Ábyrgð, réttindi og skyldur

Í Bláskógaskóla Laugarvatni kappkostum við að:

 • Virða skólareglur og bera ábyrgð á framkomu okkar.
 • Bera virðingu fyrir hlutverkum þeirra er að skólasamfélaginu koma.
 • Stuðla að öryggi og vellíðan nemenda , foreldra og starfsfólks með skólareglum og stuðla að góðri og skilningsríkri samvinnu þeirra á milli. Við höfum rétt á að lýsa skoðun okkar á þeim málum sem okkur varðar og skal tekið réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska.
 • Framkoma okkar einkennist ávallt af virðingu, vinsemd og gleði. Við berum sjálf ábyrgð á persónulegum verðmætum sem koma í skólann. Óheimilt að koma með tæki og tól í skólann sem geta valdið skaða.
 • Skólareglur eru í fullu gildi á öllum samkomum og í ferðum á vegum skólans.

Skólasókn

Í Bláskógaskóla Laugarvatni kappkostum við að:

 • Virða skólaskyldu, mæta stundvíslega, vel undirbúin og með þau gögn sem nota skal.
 • Tilkynna um forföll nemenda samdægurs til skólans og sækja um skriflegt leyfi ef um fleiri en tveggja daga forföll er um að ræða. Foreldrar sjá um að láta skólann vita.
 • Muna að foreldrar bera ábyrgð á námi barns síns ef um langtímaleyfi er að ræða.
 • Vera stundvís og bera virðingu fyrir tíma annarra, alls staðar.
 • Skrá strax ef nemandi mætir of seint eða er fjarverandi í tíma. Skráð er í Mentor. Foreldrar hafa aðgang að skráningum barna sinna og ber að fylgjast með stundvísi þeirra og ástundun.

 

 

Punktakerfi vegna mætingar

 • Komi nemandi of seint í kennslustund fær hann einn punkt
 • Tvo punkta ef hann er fjarverandi
 • Þrjá punkta ef honum er vísað úr tíma.
 • Það telst óheimil fjarvist ef nemandi mætir eftir að kennslustund er hálfnuð eða mætir alls ekki í tíma án þess að hafa fengið leyfi fyrirfram.
 • Skólasókn er tekin saman fyrir hverja önn.

Skólasóknareinkunn byggir að hluta til á eftirfarandi punktakerfi:

PunktarEinkunn
0-4A
5-13B
14-35C
36-60D
61-E

 

Kennarar skrá mætingu nemanda og ef þeir hafa samband heim eða halda fundi vegna mætingar. Fari punktar vegna seinkomu eða fjarvista yfir ákveðinn fjölda er gripið til eftirfarandi aðgerða:

10 punktarUmsjónarkennari hefur samband við forráðamann og gerir honum grein fyrir stöðunni. Leitað er leiða til úrbóta í samvinnu við forráðamann.
20 punktarUmsjónarkennari fundar með nemanda og forráðamanni þar sem leitað er leiða til að bæta stöðuna.
30 punktarUmsjónarkennari fundar með nemanda og forráðamanni hans þar sem leitað er leiða til að bæta stöðuna. Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri mætir á fundinn ásamt fulltrúa barnaverndar
40 punktarMáli nemanda vísað til nemandaverndarráðs og áfram til barnaverndarnefndar. Eftir að máli hefur verið vísað til nefndarinnar vegna slakrar skólasóknar skal umsjónarkennari senda starfsmanni barnaverndar vikulega yfirlit yfir mætingar

 

 • Ef nemanda er vísað úr kennslustund hringir viðkomandi kennari heim til nemanda, greinir frá málavöxtum og býður upp á fund með nemanda og forráðamanni.
 • Kennari skal einnig láta umsjónarkennara vita.
 • Ef slíkt gerist oftar en einu sinni skal vísa nemanda til skólastjóra sem tekur ákvarðanir um framhald málsins.
 • Foreldrar og umsjónarkennari eru látnir vita og nemandinn mætir ekki í fleiri kennslustundir þann daginn.
 • Ef brottvísanir eru ítrekaðar/ef framkoma lagast ekki er hægt að vísa nemanda úr skóla meðan mál hans er kannað og fundin viðeigandi lausn.
 • Slíkt getur jafnframt leitt til þess að viðkomandi nemandi verði útilokaður frá þátttöku í ferðum og/eða samkomum á vegum skólans um lengri eða skemmri tíma.

AFSKRIFTIR OG UMBÆTUR Á MÆTINGU:

 • Hafi enginn punktur verið skráður á nemanda í þrjár vikur fækkar punktum um 12.
 • Eftir það fækkar punktum um fjóra fyrir hverja viku.
 • Ef nemandi fær punkt byrjar kerfið upp á nýtt þ.e. það verða að líða þrjár vikur o.s.frv.

 

 

 

Brot á skólareglum

Við brot á skólareglum er farið eftir aðgerðaráætlun. Hvert brot fyrir sig er metið en ef um alvarlegt brot er að ræða er byrjað neðar í aðgerðaráætluninni.
Skólareglur leggja nemendum línurnar varðandi þá hegðun sem nemendur ættu að sýna í skólanum. Ávallt er reynt að finna lausnir á málum sem eru við hæfi hverju sinni og með gildi skólans að leiðarljósi.

Aðgerðaráætlun fyrir brot á skólareglum

 • Starfsmaður ræðir við nemanda.
 • Nemanda er leiðbeint og lögð er áhersla á að hann þekki regluna og sýni vilja til þess að gera betur næst.
 • Lögð er áhersla á virðingu og að starfsmaður hrósi nemanda fyrir samvinnu.
 • Starfsmaður lætur skólastjórnendur vita af málinu.

Ef nemandi hefur ítrekað brotið skólareglur er haldið áfram með málið og farið á næsta stig aðgerðaráætlunar. Það á einnig við ef brot eru alvarlegs eðlis.

 • Kennari hefur samband við foreldra/forráðamenn og skráir atvikið í persónumöppu nemanda. Ef nemandi sýnir ekki bætta hegðun boðar umsjónarkennari foreldra/forráðamenn til fundar og lausna er leitað.
 • Ef nemandi ítrekar brot sitt eða bætir ekki hegðun sína er haldið áfram með aðgerðaráætlun.
 • Skólastjórnendur taka ákvörðun um framvindu málsins í samræmi við viðbragðsáætlanir skólans. Þeir skrá málið og gera umsjónarkennara grein fyrir stöðu mála.
 • Haft er samband við foreldra/forráðamenn eins fljótt og hægt er og tryggt að upplýsingarnar séu mótteknar. Fundur boðaður.
 • Nemandi fer ekki aftur inn í eigin bekkjaraðstæður fyrr en fundað hefur verið og málið til lykta leitt. Skoða þarf frímínútur sérstaklega.
 • Lausnaleiðin er ákveðin í samráði við þá aðila sem málið varðar.
 • Finnist ekki viðunandi lausn er málinu vísað til skólanefndar.
 • Vísa má nemanda tímabundið úr skóla sbr. 14.gr laga um grunnskóla nr. 91/2008

Lög um grunnskóla nr. 91/2008

 1. gr.Ábyrgð nemenda.
  Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska.
  Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.
  Ef hegðun nemanda reynist verulega áfátt ber kennara hans að leita orsaka þess og reyna að ráða á því bót, m.a. með viðtölum við nemandann sjálfan og foreldra hans. Verði samt ekki breyting á til batnaðar skal kennari leita aðstoðar skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans sem leita leiða til úrbóta, eftir atvikum að teknu tilliti til hlutverks barnaverndaryfirvalda.
  Meðan mál skv. 3. mgr. er óútkljáð getur skólastjóri vísað nemanda úr skóla um stundarsakir eða ótímabundið, enda tilkynni hann foreldrum nemanda og skólanefnd tafarlaust þá ákvörðun. Um slíka ákvörðun gilda ákvæði stjórnsýslulaga. Skólanefnd er skylt innan hæfilegs tíma að tryggja nemanda, sem vikið hefur verið úr skóla, viðeigandi kennsluúrræði.
  Ákvörðun skv. 4. mgr. er kæranleg eftir fyrirmælum 47. gr. Hafi sveitarfélag ekki séð nemanda fyrir kennslu getur ráðuneytið í úrskurði sínum lagt fyrir sveitarfélag að tryggja nemanda nánar tiltekin kennsluúrræði innan tilskilins tíma.
  Ráðherra mælir nánar fyrir um framkvæmd þessarar greinar í reglugerð.

Sjá einnig reglugerð nr 1040/2011 um Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.