Verkefni hjá frístundaskólanum Frístundó

Nemendur í Frístundó (1. – 4. bekk) í Bláskógaskóla fengu það fallega verkefni að útbúa armbönd fyrir munaðarlaus börn í Viyajawada í Indlandi. Hún Laura Kutka sem var starfsmaður hjá okkur hér í Bláskógaskóla er á leið þangað í heimsókn og spurði hvort nemendur hefðu áhuga á að aðstoða hana með þetta verkefni, þau tóku að sjálfsögðu vel í það og á örstuttum tíma tókst þeim að útbúa yfir 80 armbönd.

Virkilega vel gert hjá þeim og eiga þau mikið hrós skilið.

Þau munu svo hitta Lauru þegar hún kemur aftur heim en þá mun hún segja þeim frá heimsókn sinni.