Lions og Kvennfélag Laugdæla

Lions og Kvennfélag Laugadæla styrktu kaup á gönguskíðum fyrir nemendur skólans. Rausnarlegur styrkur félaganna dugði til að kaupa hátt í 30 skíðasett sem að hafa verið mikið notuð af nemendum. Skólinn og skólasamfélagið þakkar fyrir þessa góðu gjöf.

Björgunarsveitin Ingunn

Woman wearing a high visibility vest on a pedestrian crossing

Björgunarsveitin Ingunn kom færandi hendi í upphafi árs og færði nemendum á leikskólastigi og í 1-2. bekk endurskinsvesti. Mikið myrkur er oft á þessum tíma og mikilvægt að nemendur sjáist vel og því er þessi gjöf mjög kærkomin. Við þökkum kærlega fyrir og gleðjumst yfir stuðningi í nærsamfélaginu.

Kvenfélagið

Kids fashion Concept

Kvenfélagið kom færandi hendi og gaf leikskóladeildinni peningagjöf upphæð 100.000 kr. Gjöfin var nýtt í Vináttu verkefni barnaheilla. Nánar um það verkefni hér. Gjöfin á eftir að nýtast mjög vel nemendum og skólanum til heilla. Kvenfélaginu færðar góðar þakkir fyrir stuðning til að efla gæði og starf skólans.

Ungmennafélagi Laugdæla (UMFL)

Chess pieces on the chessboard

Jón Snæbjörnsson skáknefndarformaður UMFL mætti í upphafi skólaárs 2016-2017 með tvö vegleg taflborð í skólann. Taflborðin eru gjöf frá Ungmennafélagi Laugdæla (UMFL) til skólans og verða staðsett á efri og neðri hæð grunnskólans. Jón stefnir einnig að því að kíkja við og fara yfir helstu þætti skákinnar. Við þökkum UMFL kærlega fyrir að þessa góðu gjöf sem verður […]

Kvenfélags Laugdæla

Camera and Laptop

Erla Þorsteinsdóttir formaður Kvenfélags Laugdæla kom og færði leikskóladeildinni peningagjöf fyrir alls 100.000 kr. Gjöfin var nýtt til að kaupa nýtt eldhús í hlutverkaleikinn okkar í smiðjunni. Við keyptum einnig búninga og fleira til að nýta í hlutverkaleiknum. Helmingur fjárhæðinnar var nýttur til að kaupa góða myndavél fyrir skólann. En við keyptum Canon 750D mynda og video […]