Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitin Ingunn kom færandi hendi í upphafi árs og færði nemendum á leikskólastigi og í 1-2. bekk endurskinsvesti. Mikið myrkur er oft á þessum tíma og mikilvægt að nemendur sjáist vel og því er þessi gjöf mjög kærkomin. Við þökkum kærlega fyrir og gleðjumst yfir stuðningi í nærsamfélaginu.