Ungmennafélagi Laugdæla (UMFL)

Jón Snæbjörnsson skáknefndarformaður UMFL mætti í upphafi skólaárs 2016-2017 með tvö vegleg taflborð í skólann. Taflborðin eru gjöf frá Ungmennafélagi Laugdæla (UMFL) til skólans og verða staðsett á efri og neðri hæð grunnskólans. Jón stefnir einnig að því að kíkja við og fara yfir helstu þætti skákinnar. Við þökkum UMFL kærlega fyrir að þessa góðu gjöf sem verður eflaust nýtt vel í skólahúsinu

Kvenfélagið færði grunnskóladeildinni alls 100.000 kr sem við nýttum til kaups á owerlock saumavél fyrir handavinnukennslu í skólanum. Gjöfin mun koma sér mjög vel og auka fjölbreytni í verkefnum sem unnin eru í handavinnu.