Kennaraþing 29.09 – 30.09
Vegna kennaraþings grunnskólakennara verður engin kennsla né frístund eftir kl. 12:30 fimmtudaginn 29. september og fara þá allir heim að loknum matartíma. Haustþing / starfsdagur er svo hjá grunnskóla föstudaginn 30. september og því enginn kennsla þann dag. Leikskólinn verður opinn.
Ólympíuhlaup ÍSÍ
Á hverju hausti hlaupa börn í grunnskólum landsins í Ólympíuhlaup ÍSÍ, nemendur Bláskógaskóla létu sitt ekki eftir liggja þetta árið frekar en fyrri ár. Hlaupnar voru 2,5 km, 5 km og 10 km leiðir. Alls hlupu 46 nemendur 210 km. Hlaupið var í einmuna blíðu í síðustu viku og því var farið niður að vatni að sulla að […]
Fræðsla til dyggða, áherslur vetrarins
Í ágúst var haldinn sameiginlegur starfsdagur hjá leik- og grunnskóla. Meðal þess sem unnið var að þann daginn var hverjar áherslur vetrarins yrðu í Fræðslu til dyggða. Allur skólinn stefnir að þvi að vinna á einn eða annan hátt að dyggðakennslunni í vetur og í sameiningu að leggja sérstaka áherslu á þessar dyggðir sem sjá […]
Starfsdagur 9. september í Bláskógaskóla
Föstudagurinn 9. september er starfsdagur í Bláskógaskóla Laugarvatni bæði í leik-og grunnskóladeild. Því er skólinn lokaður þann dag. Starfsmenn skólans stefna á vettvangsheimsókn í leik og grunnskóla og skoða áhugavert starf.