Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á hverju hausti hlaupa börn í grunnskólum landsins í Ólympíuhlaup ÍSÍ, nemendur Bláskógaskóla létu sitt ekki eftir liggja þetta árið frekar en fyrri ár. Hlaupnar voru 2,5 km, 5 km og 10 km leiðir. Alls hlupu 46 nemendur 210 km. Hlaupið var í einmuna blíðu í síðustu viku og því var farið niður að vatni að sulla að hlaupi loknu.

Fyrsta ræs
annað ræs
Börnin af Stóragili fylgdust með og hvöttu sitt fólk áfram
Ljúfur endir við vatnið