Skólaslit í leik- og grunnskóla

Skólaslit í Bláskógaskóla á Laugarvatni fóru fram í Eldaskálanum fimmtudaginn 4. júní eftir viðburðaríkan og óvenjulegan vetur.

Í ár kveðjum við fimm nemendur 10. bekkjar.

María Elísa Malmquist, Eva Sigsgaard Pedersen, Ísabella Eir Jónsdóttir, Brynjar Logi Sölvason og Thelma Rún Jónsdóttir við óskum ykkur innilega til hamingju með áfangann og þökkum ykkur fyrir góðar stundir á liðnum árum. Einnig þökkum við ykkur fyrir ykkar framlag til skólastarfsins. Megi framtíðin vera ykkur björt og færa ykkur gleði og gæfu 🙂

Fimm börn útskrifuðust af leikskólastigi í ár.

Yrja Rós Árnadóttir, Fjölnir Páll Guðmarsson, Snæbjörn Snorri Jónsson, Anton Kári Gruber Þormarsson og Skarphéðinn Ingi Andreuson við þökkum ykkur fyrir skemmtilegar og litríkar stundir á liðnum árum á leikskólastiginu og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin yfir á grunnskólastigið 🙂