SAFT kom í heimsókn í Bláskógaskóla þann 10. maí og voru með fræðslu fyrir bæði nemendur og foreldra á grunnskólastigi. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og mikilvægt er að við vitum hvert okkar hlutverk er og að við séum samstíga. Þeir foreldrar sem sóttu fundinn settu saman viðmið sem gott er að hafa til að bæta og stuðla að góðri nethegðun.
Það var áhugavert að heyra að ný rannsókn leiðir í ljós að helsta forspá þess hvernig hegðun og tími barna er á netinu, er hegðun og tími foreldra á netinu. Það eru því við foreldrarnir sem höfum mikið um það að segja með okkar netvenjum hvernig framtíð barnanna verður.
Hér má sjá sáttmálann (viðmiðin) sem foreldrarnir settu saman.