SAFT námskeið

Það þarf þorp…. hvert er hlutverk okkar í samfélaginu?

Þann 10. maí næstkomandi kemur til okkar sérfræðingar frá samtökum Heimilis og skóla og
fræða nemendur og foreldra um mikilvægi góðra samskipta á netinu og í lífinu sjálfu.
Fræðsla verður fyrir nemendahópana á skólatíma þar sem hópunum verður skipt upp eftir samkennsluhópunum sem þau eru í og efni fræðslunnar aðlagað að hverju aldurstigi.
Foreldrafræðsla verður kl. 15:00 sama dag. Fyrst verður sameiginleg fræðsla fyrir foreldrahópinn en
svo verður hópaskipting eins og hjá nemendum þar sem foreldrar hafa kost á að ræða um leiðir til að
styðja við og stuðla að góðum samskiptum.
Lokaafurð fundarins yrði síðan sáttmáli í samskiptum.
Mikilvægt er að það sé að minnsta kosti 1 fulltrúi fyrir nemendur úr foreldrahópnum.
Sérfræðingar frá skólaþjónustunni verða okkur einnig innan handar í þessari vinnu.
Betri samskipti – betri líðan.