Páskafrí og starfsmannaferð

Ný styttist í páskafrí. Í ár hefst það hjá grunnskóladeild 11. apríl. Grunnskóladeild er síðan lokuð til 25. apríl þar sem að starfsmenn fara í langþráða námsferð til Prag strax eftir páska.

Leikskóladeild er opin til og með 13. apríl. Hún opnar svo aftur þann 25. apríl eins og grunnskóladeild. Frekari upplýsingar um opnunardaga koma í skilaboðum til leikskólaforeldra.

Nánast allur starfsmannahópurinn fer í ferðina þann 18. apríl og kemur til baka laugardaginn 23. apríl. Vegna Covid var ekki hægt að fra í þessa ferð undanfarin tvö ár.

Okkar eigin Barbora hefur séð um að skipuleggja ferðina en við munum heimsækja áhugaverða skóla og stofnanir í Prag, bæði á leik- og grunnskólastigi.