Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ hefur nú tekið við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Hlaupið er með sama sniði og geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km.

Nemendur í Bláskógaskóla á Laugarvatni ásamt kennurunum Guðna og Möggu hlupu ýmist 2,5 km, 5 km eða 10 km og stóðu þau sig öll mjög vel. Starfsmenn dreyfðu sér um staðinn og hvöttu alla áfram með hressandi tónlist og peppi. Að loknu hlaupi bauðst öllum hlaupurum að fara í sund.