Skólareglur og skóladagatal
Nýjar skólareglur hafa nú verið samþykktar af skólanefnd. Þær má nálgast hér: Skólareglur Bláskógaskóla Laugarvatni.
Reglurnar hafa verið í vinnslu síðan á síðasta skólaári. Allir nemendur skólans hafa komið að þeirri vinnu ásamt starfsfólki. Þær voru einnig kynntar foreldrum og leitað eftir athugasemdum þeirra. Reglurnar voru einnig til umræðu hjá skólaráði og skólanefnd.
Við þökkum öllum fyrir að taka þátt í þessu enda mikilvægt að allir hagaðilar skólans komi að verkefninu.
Við hvetjum foreldra til þess að kynna sér reglurnar vel. Við byrjum strax að starfa eftir þeim en gefum okkur þó vorið til að læra á þann hluta reglanna sem snýr að mætingu og punktakerfi. Næsta haust verður byrjað að vinna eftir því kerfi af fullum krafti.
Leiðarljós reglanna eru gildi skólans, Virðing, Vinátta og Gleði, og við vitum að nemendur og starfsmenn hafa nú þegar tileinkað sér þau vel.
Skóladagatal næsta skólaárs er einnig tilbúið og hefur verið afgreitt frá skólanefnd. Það má nálgast hér: Skóladagatal 2020-2021
Bæði skjölin eru einnig á forsíðu í kassa sem heitir: Hagnýtt.