Starfsdagur 14. apríl

Starfsdagur 14. apríl

Kæru foreldrar,

Í ljósi þess að líklegt er að við munum halda áfram í þessu fyrirkomulagi eftir páska hefur verið ákveðið að færa starfsdag sem vera átti þann 22. apríl til 14. apríl.

Við munum nýta þennan dag til að leggja línurnar fyrir næstu vikur. Starfsdagurinn verður bæði í leik og grunnskóla.

Við þökkum fyrir stuðninginn og samvinnuna undanfarnar vikur og vonum að törnin eftir páska gangi eins vel og undanfarið. Við getum ekki hætt að hrósa nemendum og foreldrum sem að eru að standa sig frábærlega í þessu breytta umhverfi líkt og starfsmenn og kennarar skólans.

Við þökkum þeim foreldrum óendanlega mikið, sem brugðust við og hafa verið með sín börn heima, þannig að hægt væri að tryggja þjónustu fyrir þá sem þurfa að nýta hana. Með því móti var hægt að skipta kennarahópi í tvennt og skipta upp deildum til að fyrirbyggja að það komi til lokunnar skólans, komi þar upp smit.

Takk fyrir aftur.

Bestu kveðjur

Stjórnendur og kennarar