3. Apríl – 2018

Fundargerð Skólaráðs
Dagsetning og tími: 3.5.2018 – 15:00
Fundarstaður: Stofa 1
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Guðmundur Finnbogason – Aðstoðarskólastjóri
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Styrmir Snær Jónsson, fulltrúi nemenda
Thelma Rún Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda
Magndís Huld Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar
Hörður Bergsteinsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Forföll:
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Fundargerð:

  1. Skóladagatal
    Elfa kynnir drög að skóladagatalinu. Umræða um lokanir milli jóla og nýjárs. Rætt er um það
    hvort að fordæmi séu fyrir þessu annarstaðar sem það er. Þá er rætt um það hvort við eigum
    að taka þetta skref. Fundarmenn eru sammála því að það sé ágætt að leggja þetta fyrir.
    Bent er á að það vanti samræmd próf fyrir 9. bekk inn á dagatalið. Elfa leggur til að
    skóladagatalið verði lagt fyrir eins og það er kynnt fyrir skólanefnd. Fundarmenn eru
    sammála því.
  2. Húsnæðismál
    Húsnæðismálin hafa fengið umfjöllun nefndar sem að sveitarstjórnin setti saman. Niðurstaða
    þeirrar vinnu og samráðs við stjórnendur er að Öspin verði tekin undir kennslu og
    verkgreinastofur. Stefnt er að því að hefja þær breytingar sem fyrst. Það er óljóst hversu
    langan tíma tekur að vinna þetta verkefni. Þar til það verður leyst verður mögulega farið í að
    leigja aðstöðu í húsnæði háskólans. Þetta er ekki hugsað sem langtímalausn heldur millileikur
    þangað til að húsnæði skólans verður tekið endanlega fyrir. Þó þannig að þetta verður alltaf
    hluti af skólanum og þá nýtt í annað. Með þessari breytingu þá ætti að vera nægilegt pláss í
    húsnæðinu eins og er en það þarf að vinna hratt til að vera á undan kúrfunni þar.
    Fundar menn leggja áherslu á að framtíðarlausn verði teiknuð strax og hafist verði handa við
    að undirbúning og framkvæmdir.
  3. Grænfáninn
    Grænfáninn verður afhentur skólanum á morgun. Aðkomu að skólanum verður breytt á
    hátíðinni og bílastæði foreldra og starfsmanna verður í framhaldinu fært sunnan við húsið þar
    sem að nú eru stæði háskólans. Í framhaldi af þessu veðrur lagst í úrbótum á stígum og
    annarri aðstöðu. Fundarmenn leggja áherslu á að foreldrar og aðrir komist þurrum fótum að
    inngangi skólans.
  4. Smiðjuhelgar
    Smiðjuhelgarnar gegnu vonum framar. Það var gaman að sjá það hvernig helgarnar náðu að
    þjappa hópnum saman. Kostnaður var lægri en gert var ráð fyrir. Það er verið að horfa á að
    færa helgarnar framar í vikunni og gera jafnvel meira úr þeim. Það eru allir skólastjórnendur
    sammála um að halda þessu flotta verkefni áfram.
  5. Unglingastig
    Elfa kynnir hugmyndir að breytingum á unglingastiginu. Fundarmenn eru almennt ánægðir
    með þessar hugmyndir. Spurt er um upphafleg markmið með þessum aðgerðum en þau eru
    ekki óljós. Sveitarstjórn fundar um þessi mál í kvöld þar sem að þetta er til kynningar.
    Skólanefnd mun funda um þetta í framhaldinu. Vonir standa til þess að þetta geti náð fram
    að ganga í haust en mögulega þarf lengri aðlögunartíma. Smiðjuhelgum verður ekki fjölgað
    en kannski gerðar veigameiri. Fundarmenn eru mjög jákvæðir fyrir því að farið verði í þessar
    breytingar.
  6. Foreldrafundur
    Elfa minnir á foreldrafund sem verður á mánudaginn.
  7. Opnun bálskýlis
    Bálskýli sem að skógræktin er að byggja verður opnað þann 11. maí. Allir eru hvattir til að
    koma á opnunina.
    Fundi slitið klukkan 16:00
    Fundargerð ritaði: Guðmundur Finnbogason
    Næsti fundur er boðaður samkvæmt áætlun af skólastjóra