15. Janúar – 2019

Fundargerð Skólaráðs
Dagsetning og tími: 15.1.2019 – 15:00
Fundarstaður: Stofa 1
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Bjarni Daníel Daníelsson, fulltrú foreldra grunnskóladeildar
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Hildur Anna Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi nemenda
Thelma Rún Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Forföll:
Hrafnhildur Eyþórsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar
Fundargerð:

  1. Sjálfsmatsáætlun
    Elfa fer yfir sjálfsmatsáætlun.
    Matsteymi verður stofnað.
    Tengslakönnun verður gerð reglulega t.d. alltaf í okt og mars en ekki lengur bara eftir þörfum.
    Umræða um samræmd próf. Hvaða hlutverk hafa þau.
    Laga:
    Samræmd próf í 4., 7. og 9. b.
    Heimildarskrá.
    Tilvitnanir í heimildir.
    Samræmd próf eru í mars.
    Skólapúlsinn í okt og nóv?
    Við niðurstöður skólapúls er alltarf stefnan að vera á uppleið. Meigum við ekki líka vera
    ánægð með að vera á á sama stað og síðast?
    Standast viðmið?
  2. Ytra mat
    Sveitarstjórn kemur með tillögu um að í 4. Lið verði samstarf milli Laugarvatns og Reykholts
    skoðað. Fundurinn samþykkir það.
    Fundargerð ritaði: Hallbera Gunnarsdóttir
    Næsti fundur er boðaður samkvæmt áætlun af skólastjóra