Dagsetning og tími: 11.1.2018 – 15:00
Fundarstaður: Stofa 1
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Bjarni Daníel Daníelsson, fulltrú foreldra grunnskóladeildar
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Thelma Rún Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Magndís Huld Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar
Forföll:
Hörður Bergsteinsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Fundargerð:
- Fjárhagsáætlun
Elfa kynnir fjárhagsáætlun sem að sveitarstjórn er búin að samþykkja með smávægilegum
breytingum. - Bókasafn
Bókasafnið er hætt að koma til okkar einu sinni í viku. Það þarf að skoða nýjan samning
varðandi þetta. - Smíðakennsla
Ákveðið hefur verið að hætta smíðakennslu þar til að viðunandi húsnæði hefur fengist. Fagið
breytist úr smíði í „hönnun með áherslu á nýsköpun og nýsköpunarmennt“. - Aðstaða í HÍ
Bjarni fór lauslega yfir fund sem að hann átti með manni frá HÍ til að bæta aðstöðuna sem við
erum að leigja fyrir list og verkgreinar í háskólanum. - Húsnæðismál
Ástand húsnæðismála er óviðunandi og skólaráð væntir þess að unnið verði að lausn að
húsnæðisvanda sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja næsta skólaár.
Fundargerð ritaði: Hallbera Gunnarsdóttir
Næsti fundur er boðaður samkvæmt áætlun af skólastjóra