10. Október – 2017

Fundargerð Skólaráðs
Dagsetning og tími: 10.10.2017 – 15:00
Fundarstaður: Stofa 1
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóladeildar
Styrmir Snær Jónsson, fulltrúi nemenda
Thelma Rún Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda
Magndís Huld Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar
Hörður Bergsteinsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Forföll:
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Bjarni Daníel Daníelsson, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Fundargerð:

 1. Elfa setur fundinn og fer yfir efni fundarins.
 2. Starfsáætlun og skóladagatal
  Farið verður yfir starfsáætlun og erindi til sveitastjórnar. Í upphafi er einnig nefnt að Elfa hafi í
  lok vorannar sent á skólaráð afrit af skólanámskrá og skóladagatali. Engar athugasemdir voru
  gerðar og telst það samþykkt af skólaráði.
 3. Breytingar á starfsáætlun, innra mat og starfsaðstæður
  Starfsáætlun var kynnt og farið yfir þá þætti starfsins sem hafa breyst frá sl. skólaári. Horft
  verði til starfs og námsaðstæðna í innra mati skólans í ár. Starfsaðstæður kennara og
  nemenda þyrfti að bæta sem fyrst (nánar farið yfir það síðar á fundinum). Rætt var um
  námsmat og hvernig því er háttað.
  Fundi slitið klukkan 16:00
  Fundargerð ritaði: Elfa Birkisdóttir
  Næsti fundur er boðaður samkvæmt áætlun af skólastjóra