28. Apríl- 2017

Fundargerð Skólaráðs
Dagsetning og tími: 28.4.2017 – 12:00
Fundarstaður: Salur
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Styrmir Snær, fulltrúi nemenda
Anthony Karl Flores, fulltrúi nemenda
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Hörður Bergsteinsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Forföll:
Fundargerð:

  1. Fjárhagsáætlun
    Fjárhagsrammi skólans var aukinn fyrir árið 2017. Vegna nemendaaukningar. Síðasta
    fjárhagsáætlun stóðs að mestu leiti.
  2. Íþróttahúsmál
    Menntamálaráðuneytið er búið að funda með ML og sveitarstjórn og ML og sveitarstjórn
    funduðu í framhaldi af þeim fundi. Ekkert vitað með niðurstöður eða framhald. Við horfum
    bjartsýn fram á veg og erum viss um að þetta leysist. Spurning hvort við viljum gera bókun
    um þetta.
  3. Val fyrir unglinga 2017-2018
    Helgarsmiðjur 3 helgar yfir skólaárið. Skólaráð búið að samþykkja að þetta megi fara áfram í
    ferli.
    Jákvæðar umræður vegna þessa.
    Vangaveltur vegna lagalegra atriða varðandi helgarskóla.
  4. Starfsmannamál
    Auglýst var eftir aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra leikskóla. Engar umsóknir bárust í
    deildarstjórastöðuna en 7 um aðstoðarskólastjóra. Ráðið verður í næstu viku.
  5. Sumarfrí
    Sumarfríið í leikskólanum verður eins í sumar og áður. Möguleiki er á styttingu þegar
    deildarstjóri kemur og einfaldari lausn á matarmálunum. Verður skoðað á næsta ári.
  6. Skólanámskrá
    Skólanámskrá er ekki tilbúin en Elfa sendir okkur hana í pósti og við lesum yfir.
  7. Bókun
    Bókun verður/ætti að koma frá okkur til að sýna að okkur er ekki sama.
    Bókun: Skólaráð hvetur til þess að mál varðandi rekstur íþróttahúss og sundlaugar á
    Laugarvatni verði farsællega leyst sem fyrst.
    Fundi slitið klukkan 12:47
    Fundargerð ritaði: Hallbera Gunnarsdóttir
    Næsti fundur er boðaður samkvæmt áætlun af skólastjóra