Nýjustu fréttir

Mikilvægt er að ef foreldrar hafa ákveðið að börnin komi ekki meira í kennslu í skólann að vera látin vita af því fyrir næstu viku. Best er að hafa samband beint í tölvupósti gudmundur@blaskogaskoli.is eða elfa@blaskogaskoli.is.
Þeir foreldrar sem þegar hafa látið vita þurfa ekki að gera það aftur.

Athugið einnig að þar sem að viðvera starfsmanna í skólanum er takmörkuð getur verið erfitt að ná inn í gegnum síma. Að jafnaði er hægt að ná í leikskólann fyrir hádegi.  

Hægt er að hringja beint í Elfu í síma 868-3035, Guðmund í síma 895-2409 eða Brynju í síma 696-8081 

 

Kæru foreldrar  

Það er óumdeilanlega mikilvægt að eiga öflugt samfélag á þessum undarlegu tímum og finnum við vel samstöðuna skilninginn og virðinguna sem er í samfélaginu í dag í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. 

Í næstu viku sem jafnframt er síðasta vikan fyrir páska væri gott að fá upplýsingar frá ykkur foreldrum ef nemendur munu ekki mæta í skólann, þá getum við skipulagt kennsluna (fjar og nær) samkvæmt því. Við höfum séð að það er farið að minnka í hópunum okkar og er því gott að geta sniðið þörfina hverju sinni eftir fjölda nemenda í hverjum hóp og um leið nýtt bjargir okkar á skilvirkan hátt. Við ítrekum að það er foreldra að ákveða hvort að nemendur mæta í skólann þessa dagana. Þeir nemendur sem eru heima þurfa þó að sinna sínu námi. Nemendur á mið og elsta stigi eiga jafnframt að mæta á fjarfundi þegar þeir eru haldnir.  

Aðstæður nemenda eru mjög ólíkar og því höfum við lagt mikla áherslu á að virða þarfir hvers og eins og reynt að styðja við nám nemenda eins og unnt er. Fjarnám hjá nemendum á mið og elsta stigi hefur gengið vonum framar og eiga nemendur, kennarar og foreldrar hrós skilið. Það sama má segja um heimanám nemenda á yngstastigi.  

Á leikskólastigi hafa hóparnir líka verið fámennir og upplifun nemenda eðlilega samkvæmt því misjöfn. Við munum reyna að halda úti skólastarfi eins og unnt er en ef að hóparnir eru orðnir mjög litlir verðum við í sambandi við foreldra þeirra barna sem mæta vegna þeirra aðstæðna.  

Við þökkum aftur fyrir stuðning ykkar og skilning í þessu flókna verkefni og hvetjum alla til að vera í góðu sambandi við skólann. Kennarar og stjórnendur eru boðnir og búnir að aðstoða foreldra í þessu verkefni nú sem endarnær.  

 

Bestu kveðjur 

Stjórnendateymi Bláskógaskóla Laugarvatni