Starfsdagar í leik- og grunnskóla 26. og 29. apríl


Kæru foreldrar

Við minnum á starfsdaga í leik- og grunnskóla á föstudag (26. apríl) og mánudag (29. apríl) og því enginn skóli þá daga.

Á starfsdögum munum við fara og heimsækja leikskólann Krakkaborg hjá Þingborg og Stekkjaskóla á Selfossi, einnig munum við fara á námskeið hjá Uppeldi til ábyrgðar.  

Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli þann dag.

Skólahald hefst á þriðjudag 30. apríl samkvæmt stundatöflu en við minnum á að skólinn er lokaður miðvikudaginn 1. maí.