Næstu dagar

Næstu dagar og vikur munum við áfram skipuleggja starfið í ljósi tilmæla Almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við viljum ítreka það að heilsa og velferð barnanna og starfsfólks er í höfð í fyrirrúmi. Af þessum sökum hefur skólinn aukið mikið fjarkennslu en einnig verið börnum og foreldrum innan handar ef foreldrar hafa ákveðið að halda börnum sínum heima Það er mjög misjafnt hvað við veljum að gera en á sama tíma mikilvægt að við virðum þarfir hvers annars.


Skólinn vill því ítreka að ef foreldrar ákveða að senda börnin ekki í skólann eða leikskólann á þessum tímum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun. Við höldum starfinu gangandi áfram eins og verið hefur en þó með þeim takmörkunum sem settar hafa verið fram. Við biðjum ykkur þó um að láta okkur vita ef þið ætlið ekki að senda börnin i skólann með tölvupósti til stjórnenda.

Við viljum einnig minna á mikilvægi þess að við séum látin vita ef nemendur og/eða fjölskyldur þeirra eru í sóttkví eða þurfa að fara í einangrun vegna smits. En viljum við þó halda því til haga að engar slíkar tilkynningar hafa borist skólanum. Auk þess bendum við á tilmæli almannavarna um að börnum sé haldið heima ef þau eru með einhver flensueinkenni, hnerra eða hósta mikið.

Við minnum á þessar síður til að lesa sér betur til um þær takamarkanir sem samkomubanni fylgir og öðru nauðsynlegum upplýsingum í tengslum við covid –19
https://www.covid.is/
https://www.landlaeknir.is/kor…/thad-sem-thu-tharft-ad-vita/

Farið vel með ykkur öll sem eitt,
Kveðja,
Elfa, Guðmundur og Brynja
Stjórnendateymi Bláskógaskóla Laugarvatni