Loka greinargerð vegna umbótaáætlunar í kjölfar ytra mats.

Neðangreind umbótaáætlun var sett fram í kjölfar ytra mats sem að skólinn fór í gegnum á vormánuðum árið 2019. Umbótaáætlunin tók þannig til
skólaársins 2019-2020.
Í kjölfar Ytra-mats MMS var sett fram umbótaáætlun. Öllum atriðum á henni hefur nú verið lokið.
Nokkuð vel gekk að vinna að umbótum sem settar eru fram í umbótaáætluninni en eins og gefur að skilja setti Covid-19 faraldur ákveðið strik í reiknigninn.
Meðfylgjandi er endurmat á umbótaáætluninni eins og það stendur í apríl 2022. Í dálki sem nefndur er framvinda er nánari lýsingi á aðgerðum í kjölfar ytra
mats.
Stjórnendur og starfsfólk þakkar fyrir vinnuna við Ytra-mat. Hún var bæði áhugaverð og gefandi og hefur hjálpað skólanum við að ná markmiðum sínum.
Áfram er unnið í anda umbóta í skólanum en hann setur fram umbótaáætlanir árlega í samvinnu skólasamfélagsins.