Gleðilegt nýtt ár

Skólastarfið hefst með ákveðnum takmörkunum þetta árið. Við látum það ekki stoppa gleðina af því að koma aftur í skólann. Takmarkanir sem eru í gildi hafa verið kynntar fyrir foreldrum á Facebook síðu foreldrafélagsins og með tölvupósti. Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa samband.

Enn og aftur minnum við á að þeir sem sýna einkenni Covid eiga að vera heima og hafa samband við Heilsugæsluna til að fá frekari leiðbeiningar.

Allar frekari tilkynningar um breytingar á skólastarfinu eru sendar eins fljótt og auðið er. Þar sem að ástandið hefur áhrifa á mönnun í leik- og grunnskóla er líklegt að einhverntíman verði að bregðast við því með því að takmarka skólastarf. Foreldar eru því beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum á Facebook og í tölvupósti. Það er markmið okkar, eins og alltaf, að takmarka áhrifin á skólastarf eins mikið og hægt er.

Við klárum þetta saman núna eins og áður.

Hérna má sjá hvernig við högum því ef að nemandi er veikur: