Bláskógasskóli flaggar appelsínugulum fána 

Þessa dagana blaktir appelsínugulur fáni við grunnskólann en það er til stuðnings baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Verkefni þetta kallast að roðagylla heiminn og hófst 25. nóvember en þann dag völdu Sameinuðu þjóðirnar sem dag þessarar baráttu til heiðurs. Þann 10. desember lýkur svo þessu átaki en sá dagur er mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi hafa Soroptimistaklúbbarnir haldið þessari baráttu á lofti og gáfu fánann sem nú er uppi.