Skólahald 30. janúar

Kæru foreldrar,

Eftir hádegi í dag 30. janúar er gul viðvörun sem fer hratt yfir í appelsínugula, vegagerðin hefur gefið út viðvörun um að Lyngdalsheiði geti lokað með skömmum fyrirvara en einnig að búast megi við miklu hvassviðri og dimmum éljum í uppsveitum Sunnanlands. Þar af leiðandi fara skólabílar fyrr af stað en venjulega. Bíllinn yfir í Þingvallasveit fer fljótlega upp úr 12:00 og bíllinn sem fer í neðrisveitirnar fer um og uppúr 12:30. Skólahald verður áfram til 13:50 fyrir þau börn sem ekki nýta sér skólaakstur en við hvetjum foreldra til að sækja börnin í skólann til að fylgja þeim heim ef veður er orðið slæmt.

Leikskóli og frístund verða áfram opin en hvetjum við foreldra til að fylgjast vel með veðri og færð.

Athugð að ef ungmennafélagið tekur ákvörðun um að fella niður æfingar vegna veðurs fara þau börn heim sem annars ættu að vera á æfingu.

Veðrið á að ganga yfir í fyrramálið, við reiknum með að skólahald verði með eðlilegu móti á morgun en látum vita ef það breytist.

Með best kveðju

Stjórnendur