Erla Þorsteinsdóttir formaður Kvenfélags Laugdæla kom og færði leikskóladeildinni peningagjöf fyrir alls 100.000 kr.
Gjöfin var nýtt til að kaupa nýtt eldhús í hlutverkaleikinn okkar í smiðjunni. Við keyptum einnig búninga og fleira til að nýta í hlutverkaleiknum. Helmingur fjárhæðinnar var nýttur til að kaupa góða myndavél fyrir skólann. En við keyptum Canon 750D mynda og video vél sem hefur heldur betur nýst okkur vel. Við þökkum kvenfélaginu kærlega fyrir stuðninginn sem kemur sér vel.