Fundargerð Skólaráðs
Dagsetning og tími: 28.4.2017 – 12:00
Fundarstaður: Salur
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Styrmir Snær, fulltrúi nemenda
Anthony Karl Flores, fulltrúi nemenda
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Hörður Bergsteinsson, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Forföll:
Fundargerð:
- Fjárhagsáætlun
Fjárhagsrammi skólans var aukinn fyrir árið 2017. Vegna nemendaaukningar. Síðasta
fjárhagsáætlun stóðs að mestu leiti. - Íþróttahúsmál
Menntamálaráðuneytið er búið að funda með ML og sveitarstjórn og ML og sveitarstjórn
funduðu í framhaldi af þeim fundi. Ekkert vitað með niðurstöður eða framhald. Við horfum
bjartsýn fram á veg og erum viss um að þetta leysist. Spurning hvort við viljum gera bókun
um þetta. - Val fyrir unglinga 2017-2018
Helgarsmiðjur 3 helgar yfir skólaárið. Skólaráð búið að samþykkja að þetta megi fara áfram í
ferli.
Jákvæðar umræður vegna þessa.
Vangaveltur vegna lagalegra atriða varðandi helgarskóla. - Starfsmannamál
Auglýst var eftir aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra leikskóla. Engar umsóknir bárust í
deildarstjórastöðuna en 7 um aðstoðarskólastjóra. Ráðið verður í næstu viku. - Sumarfrí
Sumarfríið í leikskólanum verður eins í sumar og áður. Möguleiki er á styttingu þegar
deildarstjóri kemur og einfaldari lausn á matarmálunum. Verður skoðað á næsta ári. - Skólanámskrá
Skólanámskrá er ekki tilbúin en Elfa sendir okkur hana í pósti og við lesum yfir. - Bókun
Bókun verður/ætti að koma frá okkur til að sýna að okkur er ekki sama.
Bókun: Skólaráð hvetur til þess að mál varðandi rekstur íþróttahúss og sundlaugar á
Laugarvatni verði farsællega leyst sem fyrst.
Fundi slitið klukkan 12:47
Fundargerð ritaði: Hallbera Gunnarsdóttir
Næsti fundur er boðaður samkvæmt áætlun af skólastjóra