Sumarfrí í leikskólanum og starfsmannabreytingar

Á morgun 30. júní er síðasti dagur fyrir sumarfrí í leikskólanum. 

Það verður gott fyrir alla að fara í gott frí og koma endurnærð í ágúst til leiks og starfa á ný. 

Við erum að kveðja Lucie og Höllu á morgun en þær eru að hverfa frá í önnur störf. Lucie er að fara til Tékklands og Halla mun starfa í leikholti á Skeið og gnúpverjahrepp. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna og samvinnuna og vonum að þær hafi það sem allra best. 

Við tökum á móti nýjum starfsmönnum í ágúst. Þá koma til okkar Kathrin sem er að koma frá Sviss þar sem hún hefur starfað sem félagsrágjafi. Hún er mjög hrifin af Laugarvatni og bjó hér um tíma og starfaði þá sem listamaður hjá Gullkistunni. Við hlökkum til að kynnast henni. 

Þórður er að einnig að koma til okkar á leikskóladeildina. Hann hefur búið hér um hríð, elskar náttúruna hér við Laugarvatn og hefur verið að vinna á Lindinni í nokkur ár. Það verður gaman að kynnast honum. 

Borghildur eða Bogga kemur til okkar í lok ágúst. Hún er leikskólakennari og hefur starfað undanfarið í Mosfellsbæ. Við erum mjög lukkuleg að fá hana til okkar og hlökkum til að starfa með henni. 

Laura kemur líka til okkar á leikskóladeildina í haust. Hún verður líka að starfa sem íþróttakennari hér við skólann í samstarfi við Guðna. Hún er sjúkraþjálfari að mennt. Laura er núna einnig að læra að verða svefnráðgjafi hjá Oxford háskóla. Hún mun kenna íþróttir hjá okkur á leikskólanum og vera einnig í hlutastarfi þar. Það verður gaman að hafa hana með okkur í leikskólanum. 

Leikskólinn opnar á ný þriðjudaginn 9. ágúst. Hlökkum til að hitta ykkur á ný. 

Eigið góðar stundir kæru vinir. 

Kveðja,

starfsmenn Bláskógaskóla.