Starfsdagur og foreldraviðtöl

Kæru foreldrarforráðamenn 

Við minnum á að næstkomandi fimmtudag og föstudag, eða þann 15. og 16. Október, verða áður auglýstir starfsdagar hjá grunn- og leikskóla Bláskógaskóla á Laugarvatni og bæði skólastig því lokuð.  

Við minnum einnig á foreldradag í grunnskólastiginu á miðvikudaginn 14. Okt. Þá er leikskólinn opinn samkvæmt venju en grunnskólanemendur heima með sínum foreldrum.  

Bréf um foreldradaginn sem verður rafrænn að þessu sinni eru komin til allra eða á leiðinni. Endilega látið okkur strax vita ef eitthvað kemur í veg fyrir að þið getið tekið þátt á þeim tíma sem úthlutað er.

Farið vel með ykkur  

kveðja stjórnendur