Hæfileikakeppni ungmenna á Suðurlandi

Sunnlensk ungmenni sýndu hæfileika sína í Skjálftanum sem fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn laugardagskvöldið 11. nóvember. Skjálftinn fór fram í þriðja sinn, en síðustu tvö ár fór viðburðurinn fram án áhorfenda vegna heimsfaraldurs. Tveir skólar úr Bláskógabyggð tóku þátt, grunnskólinn í Reykholti og grunnskólinn á Laugavatni og stóðu þau sig frábærlega. Bæði atriðin fjölluðum um einelti og útskúfun og var vakin athygli á netspjalli 1717. Bláskógaskóli á Laugavatni vakti athygli áhorfenda með því að vera þau einu sem mættu í bolum sem merktir voru Skjálfta. Unglingarnir höfðu sjálf merkt, málað og prentað á bolina og gert það lista vel. Við getum með sanni sagt að við erum stolt af krökkunum okkar í Bláskógabyggð sem sýndu það að þau geta gert allt sem þau ákveða að taka sér fyrir hendur. Til hamingju krakkar. Myndir fengnar af síðu sunnlenska.is og textinn af þessari frétt er fengin af facebooksíðu Bláskógabyggðar.