Göngum í skólann hefst 2. september
Við tökum þátt í landsátakinu Göngum í skólann.
Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim.
Ísland tekur þátt í tólfta sinn í ár, en bakhjarlar Göngum í skólann verkefnisins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Ríkislögreglustjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Embætti landlæknis og landssamtökin Heimili og skóli.
Markmiðið verður að hvetja nemendur og starfsmenn til að nýta þá valkosti er snúa að gögnu eða hjóli á leið sinni í skólann. Við göngum mikið um Laugarvatn bæði á leið okkar í íþróttir og í útináminu. Eftir að verkefninu lýkur munum við fara yfir það umferðaröryggi sem má bæta fyrir gangandi vegfarendur. Niðurstöður verða síðan sendar áfram og hvatt til úrbóta.
Gangi okkur vel!