Heilsueflandi fyrirlestur um geðrækt

Í tilefni þess að í ár mun Heilsueflandi Uppsveitir vinna með þemað geðrækt, andleg líðan,félagsleg virkni þá erum við að fara af stað með forvarnarfyrirlestra. Við byrjum á að fástreymdan fyrirlestur frá Gleðiskruddunni sem ber heitið:Gleðiskruddan-jákvæð sálfræði og gleðiverkfæri sem nýtastí daglegu lífi. Fyrrirlesturinn er 24. febrúar klukkan 20:15 á netinu. https://tinyurl.com/y7u3xnub

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í grunnskóladeild dagana 21. og 22. febrúar. Það eru næstu mánudagur og þriðjudagur. Þá daga er engin kennsla í grunnskólanum en leikskólinn er opin eins og venjulega. Við vonum að allir njóti frísins og komi hressir til baka í skólann miðvikudaginn 23. febrúar.