Bláskógaskóli
Unglingadeildin auglýsir síðasta valdag haustannar.
Tvo dagsparta vikunnar hafa unglingarnir í Bláskógaskóla kost á því að velja á milli ákveðinna námsgreina. Þær eru flestar á sviði list- og verkgreina, einhverjar hafa það að markmiði að undirbúa nemendur undir bóklegt nám í framhaldsskólum og aðrar að kynna nemendum fyrir ýmsum leiðum til lífsfyllingar, eins og það er orðað í Aðalnámskrá grunnskóla.
Miðvikudaginn 12. nóvember blæs unglingadeildin til nokkurskonar uppskeruhátíðar. Þá lýkur tímabili sem nemendur hafa sótt tíma í sömu valgreinunum og nýtt tímabil með nýjum valgreinum (eða einhverjum þeim sömu aftur) tekur við.
Dagskráin er þessa leið:
12:05
Nemendur í spilavali stjórna spilastund í stofu 8. bekkjar á efri hæð skólahússins í Reykholti. Öðrum nemendum er ætlað að slást í hópinn og spila fjölbreytta, skemmtilega og fræðandi leiki. Aðstandendum nemenda og öðrum íbúum sveitarfélagsins er einnnig hjartanlega velkomið að taka þátt.
12:55
Leiklistarvalið sýnir fimm stutta leikþætti í Aratungu.
13:55
Nemendur í upplýsingatækni sýna verkefni sem þeir hafa unnið á haustönninni. Sú sýning fer fram í Aratungu.
14:15
Sýning á neðri hæð skólahússins í Reykholti á verkum nemenda í myndmennt, skartgripagerð, bókagerð og smíðum.
14:35
Tónleikar nemenda í hljómsveitarvali í Kringlunni, gryfjunni á milli hæða skólahússins.
Allir eru velkomnir á sýningarnar
Nemendur og starfsfólk Bláskógaskóla