Þorri hófst síðasta föstudag á bóndadegi. Af því tilefni bauð starfsfólk Bláskógaskóla á Laugarvatni pöbbum og öfum í hafragraut og slátur í skólanum. Skemmst er frá því að segja að mæting var mjög góð og sjá mátti feður, afa og langafa borða hollan og góðan morgunmat með börnum sínum.