Fimmtudaginn 6. mars var lokahátíð haldin í Árnesi. Þar kepptu nemendur 7. bekkjar úr Bláskógaskóla, Flúðaskóla, Flóaskóla, Kerhólsskóla og Þjórsárskóla. Áður höfðu farið fram forkeppnir í skólunum og sendi hver skóli tvo fulltrúa á lokahátíðina. Allir stóðu sig með prýði. Rósa Kristín Jóhannesdóttir og Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir lásu fyrir Bláskógaskóla. Soffía kom inn sem varamaður fyrir Sverri Örn Gunnarsson. Allir fengu viðurkenningu frá félagi bókaútgefenda en það var ljóðasafn með ljóðum Erlu.
Sigurvegari í ár var Guðbrandur Örn Úlfarsson úr Flúðaskóla
Rósa Kristín náði öðru sæti, til hamingju með það.
Í þriðja sæti var Laufey Helga Ragnheiðardóttir úr Flúðaskóla.
Nemendur úr Þjórsárskóla fluttu tónlistaratriði.