Í handmennta- og smíðasmiðjum Bláskógaskóla á Laugarvatni er verið að útbúa fuglatré með fóðurboxum á.
Nokkrir nemendur komu með jólatré heimilanna eftir þrettándann og þau eru unnin og notuð í fuglatré og fóðurboxin eru gerð úr dósum undan abt sem skreytt eru með ýmisskonar filti og svo eru þau hengd á trén með pípuhreinsurum.
Hér er mynd af nemendum í handmenntasmiðju sem voru í óðaönn að skreyta fóðurboxin sín.