Hlupu 227,5 km
Ólympíuhlaup ÍSÍ var haldið við skólann á þriðjudaginn. Ólympíuhlaup ÍSÍ hefur nú tekið við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið er með sama sniði og geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km.
Nemendur og kennarar tóku þátt og hlupu alls 227,5 km sem verður að teljast mjög gott hjá 45 þátttakendum hlaupsins. Stór hópur fór 5 km að þessu sinni og nokkrir nemendur og einn kennari fór 10 km.
Hópurinn hljóp stóran hring um þorpið og fékk til þess mjög gott hlaupaveður.