My CMS
Sími: 480 3020
blaskogaskoli@blaskogaskoli.is
  • Bláskógabyggð
  • Vefpóstur
  • Mentor

Námsmat og foreldradagur

Posted on 10. January 2017 by Elfa Birkisdóttir Posted in Fréttir grunnskóladeildar

Á föstudaginn 13. janúar munu nemendur fara með námsmat fyrri annar skólaársins 2016-2017 heim. Á þriðjudaginn 17. verður síðan foreldradagur þar sem nemendur og foreldrar koma í viðtal í skólann við umsjónarkennarateymi hvers stigs. Þann daginn er ekki skóli og ekki frístundarskóli. Foreldarar eru hvattir til að yfirfara námsmat með nemendum fyrir viðtal.

Ef foreldrar hafa sérstakar óskir um viðtalstíma er möguleiki að óska eftir því fram að fimmtudag. Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við umsjónakennara vegna viðtalsóska.

Námsmati er þannig háttað:

Nemendur á yngsta stigi (1-4. bekkur) fá leiðbeinandi umsagnir um námslega stöðu.

Nemendur á miðstigi (5-7. bekkur) fá námsmat í bókstafakerfi.

Nemendur á unglingastigi (8-10. bekkur) fá námsmat í bókstafakerfi.

Bókstafakerfið byggir á 6 bókstöfum sem lýsa stöðu nemanda í þeirri námsgrein seum um ræðir. A, B+, B, C+, C og D. Ef nemenandi hefur einstaklingsnámskrá er einkunn í bókstaf  stjörnu­merkt­. Viðmið námsgreina hefur hver kennari útbúið og kynnt nemendum í upphafi annar.

Einkunnaskali:

A Framúrskarandi hæfni, yfirburða kunnátta, nær ríflega öllum viðmiðum.

B + Stendur sig mjög vel, nær ríflega öllum viðmiðunum

B Stendur sig vel, nær öllum viðmiðunum

C + Stendur sig vel, nær nánast öllum viðmiðunum

C Stendur sig en nær ekki öllum viðmiðunum

D Stendur sig en nær ekki viðmiðunum, er með einstaklingsnámskrá

« Morgunmatur í tilefni konudagsins
Skóli fellur niður »
© 2017 Bláskógaskóli