Hagnýtar upplýsingar
O p n u n a r t í m i Bláskógaskóla / s í m a r
Skólinn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00-15:00 og föstudaga frá kl. 8:00-13:00.
Reykholt/Laugarvatn Sími 480-3020
Beinn sími Laugarvatn 480-3032. Leikskóladeild Laugarvatni 480-3034
Netfang: blaskogaskoli@blaskogaskoli.is
Heimasíða: www.blaskogaskoli.is
F o r f ö l l / l e y f i
Forföll og leyfi ber að tilkynna samdægurs til ritara skólans og eða umsjónarkennara. Tekið skal fram að ef um lengri fjarvist er að ræða en tvo daga skal hafa samband við skólastjórnanda um það.Einnig þarf að láta skólabílstjóra vita svo að ekki sé beðið að óþörfu. Leyfi sem varir í viku eða meira þarf að sækja um skriflega á umsóknareyðublaði sem er hér neðan við.
F r í m í n ú t u r / g æ s l a
Skólaliðar og kennarar sinna gæslu í frímínútum og í hádegi.
Eldri nemendur hafa leyfi til að dvelja inni svo framarlega sem hegðun er í lagi,annars er þeim vísað út.
Skólaliðar hafa eftirlit á göngum og ber nemendum að hlýða þeirra fyrirmælum. Að öðrum kosti er skólastjóra/deildarstjóra gert viðvart.