My CMS
Sími: 480 3020
blaskogaskoli@blaskogaskoli.is
  • Bláskógabyggð
  • Vefpóstur
  • Mentor

Eineltisáætlun

E I N E L T I S Á Æ T L U N   S K Ó L A N S  V E G N A   N E M E N D A

Eineltisáætlun Bláskógaskóla, foreldrabækling og tilkynningareyðublað má finna hér:  áætlunina sjálfa, foreldrabæklingur og tilkynningablað

Markmið:

  • . Að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir vegna eineltis.
  • Að gæta þess að einelti nái ekki fótfestu í skólanum.
  • Að taka strax á eineltismálum ef þau koma upp.

Eineltisteymi  skólans er skipað af

  • Skólastjóra
  • Sálfræðingi skólans
  • Deildarstjóra viðkomandi deildar skólans
  • Umsjónarkennurum viðkomandi bekkja
  • 2 nemendum í viðkomandi bekk

Hlutverk hinna ýmsu hópa innan skólasamfélagsins:

Hlutverk nemenda skólans er að koma vitneskju um einelti til umsjónakennara, kennara eða skólastjóra.
Hlutverk starfsmanna skólans er að vera vakandi yfir líðan og velferð nemenda og koma vitneskju um einelti sem allra fyrst til umsjónakennara eða skólastjóra.
Hlutverk foreldra er að vera vakandi yfir líðan, námsárangri og félagslegri stöðu barna sinna
Við skólann er starfandi eineltisteymi.

© 2017 Bláskógaskóli