Helgileikurinn í Skálholti gekk ljómandi vel þetta árið. Þátttakendur lögðu sig fram og allir skiluðu sínu hlutverki með sóma. Helgileikurinn er ákaflega hátíðleg stund sem hefst á því að ljósenglarnir ganga inn kirkjuna. Margir áhorfendur komu til að fylgjast með og erum við afar þakklát því.