My CMS
Sími: 480 3020
blaskogaskoli@blaskogaskoli.is
  • Bláskógabyggð
  • Vefpóstur
  • Mentor

Gleðilegt sumar

Posted on 22. April 2015 by Guðný Rósa Magnúsdóttir Posted in Fréttir grunnskóladeildar

Fimmtudaginn 23.apríl er sumardagurinn fyrsti og nemendur heima þann dag. Á föstudaginn er hefðbundinn skóladagur.

Á föstudagskvöldið er rennur stóra stundin upp, þegar leikritið Útskriftarferðin verður frumsýnt.

   Leiksýning

Þjóðleikshópur í vali í Bláskógaskóla sýnir í Aratungu
leikritið Útskriftarferðin.
Höfundur: Björk Jakobsdóttir
Leikstjóri: Íris Blandon

Frumsýning: föstudaginn 24.apríl kl. 20:00
2.sýning laugardaginn 25.apríl kl. 20:00
Miðaverð kr. 1500
Frítt fyrir grunnskólabörn

Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er í öllum landsfjórðungum í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fleiri aðila. Fjölmargir skólar taka þátt.

Allir sérstaklega velkomnir

« Grunnskólamót í glímu
Þjóðleikur »
© 2017 Bláskógaskóli