23. Maí – 2019

Fundargerð Skólaráðs
Dagsetning og tími: 23.5.2019 – 15:00
Fundarstaður: Matsalur
Mættir:
Elfa Birkisdóttir – Skólastjóri
Ágústa Malmquist, fulltrúi foreldra
Guðni Sighvatsson, varamaður Hallberu Gunnarsdóttur
Hrafnhildur Eyþórsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar
Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins
Guðmundur Finnbogason, Aðstoðarskólastjóri
Ásamt gestum fundarins, nemendum og foreldrum.


Forföll:
Hallbera Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar
Hildur Anna Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi nemenda
Thelma Rún Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda
Smári Stefánsson, fulltrúi foreldra grunnskóladeildar
Ragnhildur Sævarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóladeildar
Fundargerð:
Fundurinn var opin fundur skólaráðs. Til hans var boðaða með hefðbundnum hætti en einnig á
þeim miðlum sem að skólinn hefur yfir að ráða. Fundinum var streymt á Facebook hóp
foreldrafélagsins fyrir þá foreldra sem ekki komust.

  1. Kynning á verkefni miðstigsins í sorphreinsunarmálum.
    Guðni Sighvatsson kynnti verkefnið og nemendur sem að fóru yfir verkefnið sitt. Verkefnið
    snéri að sorptínslu og greiningu á fyrirfram ákveðnum leiðum í nágrenni skólans. Verkefnið
    fór fram yfir allan veturinn að jafnaði einu sinni í mánuði. Ásamt því var farið í fyrirtæki í
    bænum og sorpmálin þeirra könnuð. Nemendur lögðu svo til tillögur til úrbóta hjá sér og
    fyrirtækjunum. Sérstaklega var lagt til að fleiri ruslatunnur yrðu settar upp, jafnvel
    flokkunartunnur ásamt merkingar þegar komið er inn í bæinn.
  2. Kynning á ytramati sem fram fór á vegum MMS í vetur.
    Guðmundur og Elfa kynntu ytramatið og niðurstöður þess með glærum frá MMS.
  3. Kynning á skóladagatali næsta árs.
    Elfa fór yfir skóladagatal næsta árs og kynnti helstu atriði þess.
  4. Umræður fundarmanna um næsta skólaár.
    Rætt var um verkefni á Langamel í uppgræðslu sem unnið er í samstarfi við ML.
    Elfa og Ágústa leggja til að setja upp hugmyndabanka þar sem að foreldrar gætu sett inn
    hugmyndir til að nýta í vinnu við skólanámskrá.
    Fundi slitið klukkan 16:10
    Fundargerð ritaði: Guðmundur Finnbogason
    Næsti fundur er boðaður af skólastjóra á nýju skólaári. .